Fara í efni

Framboðsfrestur til bæjarstjórnarkosninga í Seltjarnarnesbæ er til kl. 12 föstudaginn 8. apríl nk.

Yfir­kjör­stjórn tekur við fram­boðs­list­um til bæjarstjórnarkosninga á bæjarstjórnarskrifstofu Seltjarnarnesbæjar, að Austurströnd 2, kl. 11.00-12.00 þann 8. apríl.

Bæjarstjórnarkosningar í Seltjarnarnesbæ fara fram laugardaginn 14. maí 2022


Yfirkjörstjórn

Í yfir­kjör­stjórn Seltjarnarnesbæjar eiga sæti

  • Árni Ármann Árnason, formað­ur, net­fang: arni@libralaw.is
  • Pétur Kjartansson
  • Gunnlaugur Ástgeirsson.

Framboðsfrestur

Föstu­dag­inn 8. apríl 2022 kl. 12, renn­ur út frest­ur til að skila fram­boðs­list­um vegna bæj­ar­stjórn­ar­kosn­inga í Seltjarnarnesbæ, sem verða þann 14. maí 2022.

Yfir­kjör­stjórn mun þá taka við fram­boðs­list­um á bæjarstjórnarskrifstofu Seltjarnarnesbæjar, að Austurströnd 2, kl. 11.00-12.00.

Eng­inn má bjóða sig fram á nema ein­um lista.

Hverj­um fram­boðs­lista skal fylgja:

  • Stað­fest­ing á skráðu heiti og lista­bók­staf nýrra stjórn­mála­sam­taka.
  • Yf­ir­lýs­ing allra fram­bjóð­enda um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á list­ann, und­ir­rit­uð eig­in.
  • Nöfn tveggja um­boðs­manna
  • Með­mæl­endalisti – að lág­marki 40 og að há­marki 80 með­mæl­enda.
  • Yfir­kjör­stjórn fer þess á leit við for­svars­að­ila fram­boða að af­henda jafn­framt með­mælenda­lista á tölvu­tæku formi sem excel skrá.

Varð­andi nán­ari skil­yrði og fyr­ir­mæli um fram­boð til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga er vís­að til VII. kafla kosn­ingalaga nr. 112/2021.

Meðmælendakerfi á Island.is

Þjóð­skrá hef­ur nú opn­að Með­mæl­enda­kerfi á Ís­land.is sem stjórn­mála­sam­tök geta nýtt í þeim til­gangi að skrá með­mæl­end­ur fram­boðs­lista fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar.


Fundur um yfirferð framboðslista

Yfir­kjör­stjórn boð­ar til fund­ar með um­boðs­mönn­um fram­bjóð­enda þann 8. apríl 2022, kl. 16.00, í bæjarstjórnarsal Seltjarnarnesbæjar, þar sem hún úr­skurð­ar um fram­komna fram­boðs­lista.

Þeg­ar yfir­kjör­stjórn hef­ur úr­skurð­að um fram­boð­in mun hún aug­lýsa fram­boðs­lista, bók­staf list­anna og nöfn fram­bjóð­anda á hverj­um lista.


Kjörskrá

Kjör­skrá vegna sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­a 14. maí 2022 verð­ur að­gengi­leg í þjón­ustu­veri bæj­ar­skrif­stof­u Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, frá og með 25. apríl nk. Gert er ráð fyr­ir að opn­að verði fyr­ir vefupp­flett­ið „Hvar á ég að kjósa“ á skra.is þann 8. apríl nk. þar sem ein­stak­ling­ar geta at­hug­að hvar þeir eiga að kjósa.







Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?