Fara í efni

Fræðslufundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness

Jafnréttisnefnd Seltjarnarness hélt fræðslufund um jafnréttismál fyrir starfsmenn Seltjarnarnesbæjar þann 7. nóvember. Ingólfur V. Gíslason sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu flutti erindi sem nefnist: „Ég gerði honum ljóst að ég væri ekki ánægð - þróun kynjasamskipta á Íslandi.”

Ingólfur V. GíslasonJafnréttisnefnd Seltjarnarness hélt fræðslufund um jafnréttismál fyrir starfsmenn Seltjarnarnesbæjar þann 7. nóvember s.l. Ingólfur V. Gíslason sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu flutti erindi sem nefnist: Ég gerði honum ljóst að ég væri ekki ánægð - þróun kynjasamskipta á Íslandi.”

Fundurinn var í Gróttusalnum og mættu um 50 manns. Boðið var upp á léttan hádegisverð og eftir fyrirlesturinn voru umræður og fyrirspurnir. Fræðsla um jafnréttismál er meðal verkefna jafnréttisnefndar og var þessi fundur liður í því.

Jafnréttisfund var með annan fund þann 14. nóvember um sama efni fyrir þá starfsmenn sem ekki komust á fyrri fundinn. Mættu um 40 manns á hann. Alls hafa því um 90 manns sótt þessa fræðslufundi sem telst góð þátttaka og vísbending um áhuga á jafnréttismálum




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?