Fara í efni

Fræðslu- og menningarsvið gefur út starfsáætlun

Fræðslu- og menningarsvið Seltjarnarness hefur gefið út starfsáætlun fyrir árið 2007. Starfsáætluninni er ætlað vera leiðarljós í starfssemi sviðsins og stofnana þess en áætlun ársins er hluti af langtímaáætlun sem nær til ársins 2010. Við gerð hennar er tekið mið af stefnu bæjaryfirvalda sem endurspeglast til að mynda í skólastefnu og fjölskyldustefnu er samþykktar voru á síðasta ári.

Fræðslu- og menningarsvið Seltjarnarness hefur gefið út starfsáætlun fyrir árið 2007. Starfsáætluninni er ætlað vera leiðarljós í starfssemi sviðsins og stofnana þess en áætlun ársins er hluti af langtímaáætlun sem nær til ársins 2010. Við gerð hennar er tekið mið af stefnu bæjaryfirvalda sem endurspeglast til að mynda í skólastefnu og fjölskyldustefnu er samþykktar voru á síðasta ári. Langtímaáætlunin er endurskoðuð reglulega til að taka mið af því síkvika umhverfi sem nútímastjórnsýsla er hluti af.

Fræðslu- og menningarsvið Seltjarnarness fer með yfirstjórn skóla- og menntastofnana bæjarins. Sviðið er starfsvettvangur ríflega 200 starfsmanna og í kringum 1.000 barna og ungmenna frá 18 mánaða til 16 ára aldurs auk þess sem flestir íbúar bæjarfélagsins hafa samskipti við sviðið annað hvort með þátttöku í menningarstarfi, í gegnum söfn eða skóla. Undir sviðið heyra tveir leikskólar, grunnskóli, tónlistarskóli, bókasafn og fleiri smærri stofnanir. Undirstofnanir sviðsins eru fjölmennustu vinnustaðir bæjarins en auk þess fá þær flestar heimsóknir frá íbúum á ári hverju. Fræðslu- og menningarsvið er því stærsta svið Seltjarnarnesbæjar en á árinu 2006 var velta þess um 930 milljónir króna auk eignabreytinga sem námu tæpum 70 milljónum.

Starfsáætlunina er að finna á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar undir fræðslu- og menningarsviði/starfsáætlun


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?