Fara í efni

Frá Nesstofu til hákarlaskúrs - Byggingararfur Seltirninga 

Hinn kunni fræðimaður og arkitekt Pétur H. Ármannsson hefur um nokkurt skeið rannsakað þróun byggingarlistar og byggingarstíl Seltirninga allt frá fyrstu byggð til dagsins í dag og flytur erindi um efnið laugardaginn 12. apríl kl. 13 í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga á 2. hæð Eiðistorgs. 
Hinn kunni fræðimaður og arkitekt Pétur H. Ármannsson hefur um nokkurt skeið rannsakað þróun byggingarlistar og byggingarstíl Seltirninga allt frá fyrstu byggð til dagsins í dag og flytur erindi um efnið laugardaginn 12. apríl kl. 13 í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga á 2. hæð Eiðistorgs. 

Tímabilið sem Pétur beinir sjónum að spannar allt frá byggingu Nesstofu til nýja safnhússins við Safnatröð, sem hýsa átti lækningaminjar. Vitanum í Gróttu og hákarlaskúrnum verða gerð skil sem og steinsteypubarokk sem einkennir m.a. hið sögulega hús Vegamót. Hann rýnir í byggingar í Bollagörðum, steinsteypuklassík, funkishús kreppuáranna, Ljóskastarahúsið á Suðurnesi, Kirkjubraut 3 eftir Sigvalda Thordarson, Unnarbraut 2 eftir Skarphéðinn Jóhannsson, Lindarbraut 2a eftir Hannes Kr. Davíðsson og fleiri byggingar merkra arkitekta. Afdrif húsa sem kennd voru við listamennina Jón Leifs og Kjarval verða skoðuð og rýnt í hönnun raðhúsa við Látraströnd og Barðaströnd og ýmsar opinberar byggingar auk fjölbýlishúsa og einbýlishúsa. 

Pétur ræðir um efnið í máli og myndum en fyrirlestur hans ber yfirskriftina Byggingararfur Seltirninga. Að fyrirlestri loknum býður Pétur upp á fyrirspurnir úr sal. 

Fyrirlesturinn er haldinn í tilefni af 40 ára kaupstaðarafmæli Seltirninga og er aðgangur ókeypis og öllum opinn. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?