Fara í efni

Frá Gljúfrasteini að Gróttu

Sagt er frá því í Morgunblaðinu í dag að síðustu ár hafi Atorka, mannrækt og útivist, skipulagt ferð úr sveit til sjávar á sumardaginn fyrsta
Gróttudagurinn

Sagt er frá því í Morgunblaðinu í dag að síðustu ár hafi Atorka, mannrækt og útivist, skipulagt ferð úr sveit til sjávar á sumardaginn fyrsta. Þar kemur fram að hefð sé fyrir því að fara frá Húsi skáldsins á Gljúfrasteini út að vitanum í Gróttu á Seltjarnarnesi. 


Ferðin er um 35 km. löng. Lagt verður af stað frá Gljúfrasteini kl. 15 og er gert ráð fyrir að ferðin taki um tvo tíma. Hlé verður gert í Víkingsheimilinu og hægt er að slást í hópinn hvar sem er á leiðinni.
 
Þátttakendur velja sinn ferðamáta en hægt er að hjóla, skauta eða hlaupa svo dæmi sé tekið. 
Ekkert þátttökugjald er innheimt.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?