Fara í efni

Formleg opnun dagvistar aldraðra.

Dagvist aldraða á Seltjarnarnesi var formlega opnuð fimmtudaginn 12. maí s. l. Sigrún Edda Jónsdóttir formaður félagsmálaráðs flutti ávarp og færði þakkir til Lionsklúbbsins og Slysavarnardeildar kvenna fyrir búnað sem þessir aðilar hafa gefið til starfseminnar

Við opnun dagvistar aldraðra 2005Dagvist aldraða á Seltjarnarnesi var formlega opnuð fimmtudaginn 12. maí s. l. Sigrún Edda Jónsdóttir formaður félagsmálaráðs flutti ávarp og færði þakkir til Lionsklúbbsins og Slysavarnardeildar kvenna fyrir búnað sem þessir aðilar hafa gefið til starfseminnar. Séra Sigurður Grétar Helgason fór með blessunarorð.

Við opnun dagvistar aldraðra 2005Bæjarstjóri færði dagvist og félagsstarfi aldraðra tölvu til afnota. Meðal gesta við opnunina voru dvalargestir í dagvist og aðstandendur þeirra, fulltrúar frá Slysavarnardeildinni og Lionsklúbbnum, bæjarfulltrúar, fulltrúar úr félagsmálaráði, frá Heilsugæslustöð og starfsfólk í félags- og öldrunarþjónustu á Seltjarnarnesi.

Við opnun dagvistar aldraðra 2005Dagvist aldraðra hefur það hlutverk að bjóða eldri borgurum á Seltjarnarnesi þjónustu sem miðar að því að þeir geti sem lengst búið á eigin heimili. Í boði er m.a. tómstundaiðja, aðstaða til léttra líkamsæfinga, hvíldaraðstaða, böðun, fæði og akstur til og frá dagvist.

Starfsemin felur í sér félagslegan stuðning eftir aðstæðum hvers og eins. Þar geta dvalið 5 – 10 manns. Dagvistin er til húsa í húsi aldraðra á Skólabraut 3 - 5. Forstöðumaður dagvistarinnar er Sigríður A Karvelsdóttir sjúkraliði.

Sjá einnig Dagvist aldraðra




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?