Fara í efni

Fönksveinarnir og Ari Bragi Kárason

Morgunblaðið sagði frá því á dögunum að margt gott kæmi frá Seltjarnarnesi og þar væru Fönksveinarnir engin undantekning. Fönksveinarnir eru hljómsveit sem hafa að skipa unga tónlistarmenn sem eru í Tónlistarskóla Seltjarnarness.

Morgunblaðið sagði frá því á dögunum að margt gott kæmi frá Seltjarnarnesi og þar væru Fönksveinarnir engin undantekning. Fönksveinarnir eru hljómsveit sem hafa að skipa unga tónlistarmenn sem eru í Tónlistarskóla Seltjarnarness.

Fönksveinarnir hituð upp fyrir tónleika Ara Braga Kárasonar á dögunum í Café Rosenberg. Ari Bragi Kárason er einnig alinn upp á Seltjarnanesi og sonur Kára Húnfjörð Einarssonar.

Fönksveinarnir og Ari Bragi Kárason

Ari Bragi hefur verið að gera það gott í heimi tónlistarinnar og hefur fengið fyrstur manna námsstyrk úr minningarsjóði Árna Scheving og stundar nú tónlistarnám í The New School for Jazz and Contemporary Music í New York.

Bæði Fönksveinarnir og Ari Bragi gerðu gríðarlega lukku á Café Rosenberg og fengu lofsamlega dóma í Morgunblaðinu 24. janúar sl.

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?