Fara í efni

Fjölskyldudagurinn í Gróttu tókst afbragðs vel.

Margir lögðu leið sína út í Gróttu á fjölskyldudaginn 30. apríl s.l. Skólaskrifstofa Seltjarnarness og Slysavarnardeildin Varðan stóðu fyrir fjölskyldudegi í Gróttu sunnudaginn 30. apríl.

Gróttudagur 2006Margir lögðu leið sína út í Gróttu á fjölskyldudaginn 30. apríl s.l. Skólaskrifstofa Seltjarnarness og Slysavarnardeildin Varðan stóðu fyrir fjölskyldudegi í Gróttu sunnudaginn 30. apríl. Þetta var í fimmta sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur.

Slysavarnardeildin Gróttudagur 2006Varðan seldi kaffi og rjóma-vöfflur í Fræðasetrinu. Veðurblíðan var einstök og voru borð og stólar flutt út á stétt og sátu gestir þar í blíðviðrinu og nutu kræsinga í sérstöku umhverfi og friðsæld.

Í tilefni dagsins var Gróttuvitinn opinn en þar sýndu björgunarsveitarmenn úr Ársæli klifur - upp og niður veggi vitans. Um 600 manns heimsóttu eyjuna á þessum degi.

Gróttudagur 2006

Mikið hefur verið um að vera í Gróttu að undanförnu:

Leikskólabörn í GróttuLeikskólabörnin frá Mánabrekku og Sólbrekku heimsóttu Fræðasetrið á dögunum. Börnin nutu sín vel í fjörunni, þau fylltu alla vasa að kuðungum og skeljum og báru saman hin ýmsi fyrirbrigði sem þau fundu í fjörunni við Fjöruplakat sem fest hafði verið undir steina í fjöruborðinu. Leikskólabörn í GróttuÖðuskeljar, hörpudiskar, þangdoppur, beitukóngar, bóluþang o.fl. voru gersemar sem dáðst var að.

Börnin snæddu hádegisverð inni í Fræðasetrinu og hlustuðu á sögu af verum sem létu sig dreyma um að þær væru komnar niður á hafsbotninn.

Daggæslufulltrúar í GróttuFundur daggæslufulltrúa og - daggæsluráðgjafa sveitarfélaganna var haldinn í Fræðasetrinu í Gróttu fyrir skömmu. Fulltrúar víðsvegar af landinu komu og funduðu um ráðgjöf og eftirlit með dagforeldrum. Fulltrúar báru saman bækur sínar en á milli 300 - 400 dagforeldrar eru starfandi á landinu.

 

 




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?