Fara í efni

Fjölmennur fundur um almenningssamgöngur

Fjölmennur fundur Innanríkisráðuneytisins um almenningssamgöngur var haldinn miðvikudaginn 13. apríl. sl.

Fjölmennur fundur Innanríkisráðuneytisins um almenningssamgöngur var haldinn miðvikudaginn 13. apríl. sl.

Tilgangur fundarins var að kynna núverandi stöðu almenningssamgangna, horfur og nýjungar sem ráðuneytið og aðrir aðilar eru að vinna að til að nýta betur fjármuni og efla þennan samgöngumáta.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp í upphafi fundar og eftirfarandi erindi voru flutt
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri fjallaði um núverandi stöðu ríkisstyrktra almenningssamgangna og horfur,
Þorsteinn R. Hermannsson, verkfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu, kynnti tillögu starfshóps samgönguráðs að grunnneti almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu,Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., fjallaði um nýjungar á sviði almenningssamgangna.
Að loknum erindum fjallaði Dagur B. Eggertsson, formaður samgönguráðs, um efnið almenningssamgöngur og samgönguáætlun.

Í kjölfarið var pallborðsumræður og fyrirspurnir. Í pallborði sátu bæjarstjórarnir Aldís Hafsteinsdóttir í Hveragerði og Ásgerður Halldórsdóttir á Seltjarnarnesi, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., Dagur B. Eggertsson, formaður samgönguráðs, og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.

Fjörugar umræður urðu og hvöttu fundarmenn til meira samstarfs og samvinnu meðal sveitarfélaga


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?