Fara í efni

Fjölmenni og fjör á Safnanótt

Safnanótt fór fram á Seltjarnarnesi föstudaginn 8. febrúar og fór öll dagskráin fram í Bókasafni Seltjarnarness, sem er helsta menningarmiðstöð Seltirninga. 

Safnanótt fór fram á Seltjarnarnesi föstudaginn 8. febrúar og fór öll dagskráin fram í Bókasafni Seltjarnarness, sem er helsta menningarmiðstöð Seltirninga. 

Sýning Siggu Heimis Ljósasjó var opnuð í Eiðisskeri og auk þess að vera með leiðsögn um sýninguna tvisvar um kvöldið þá stýrði Sigga fjölskyldusmiðju þar sem sköpunargleði og ímyndunarafl léku stórt hlutverk í gerð ljósaskerma. Þessi ljós eru nú til sýnis í Bókasafninu en hönnuðurnir geta nálgast þau um miðjan mars. 

Kór Valhúsaskóla, Meistari Jakob, er skipaður hæfileikaríkum söngvurum sem sungu sig inn í hjörtu gesta undir styrkri stjórn Ingu Bjargar Stefánsdóttur og undirleik Friðriks Vignis og Melkorku Gunborgar Briansdóttur, eins kórfélagans. 

Salsamafían sýndi nýjustu sveifluna í salsa og kenndi gestum einfaldan dans sem fjölmargir tóku þátt í. Á annað hundrað manns sóttu Safnanótt sem stóð frá kl. 19-24. 

Sýning Siggu Heimis, Ljósasjó, stendur yfir í Bókasafninu til 18. mars og er opin á opnunartíma safnsins.

Hér má sjá myndir frá Safnanótt.

Safnanótt 2013 Safnanótt 2013

Safnanótt 2013 Safnanótt 2013

Safnanótt 2013 Safnanótt 2013

Safnanótt 2013 Safnanótt 2013

Safnanótt 2013 Safnanótt 2013


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?