Fjölmenni var á opnun sýningar Þórhildar Jónsdóttur, Njáluslóðir, sem var opnuð í Eiðisskeri í gær, fimmtudaginn 21. mars.
Fjölmenni var á opnun sýningar Þórhildar Jónsdóttur, Njáluslóðir, sem var opnuð í Eiðisskeri í gær, fimmtudaginn 21. mars.
Meðal verka á sýningunni eru á fimmta tug andlitsmyndir af persónum úr Njálu en þær hefur Þórhildur dregið upp eftir lýsingum úr bókunum og eigin túlkun á þeim.
Sýningin er opin alla virka daga frá klukkan 10-19 nema föstudaga er opið til klukkan 17:00.
Sýningarsalurinn er inn af Bókasafni Seltjarnarness á Eiðistorgi og er aðgangur ókeypis