Fara í efni

Fjölgun innbrota í bíla á Seltjarnarnesi - lögreglan eykur eftirlit 

Hvetjum íbúa til að vera á sérstöku varðbergi, muna að læsa bílunum og skila alls ekkert verðmætt eftir í þeim. Nauðsynlegt er að tilkynna öll innbrot og vafasamar mannaferðir beint til lögreglu. 
Því miður hafa borist tilkynningar um aukinn fjölda innbrota í bíla hér á Seltjarnarnesi að undanförnu. Við hvetjum því íbúa til að vera á sérstöku varðbergi, muna að læsa bílunum og skilja alls ekkert verðmætt eftir í þeim. Gjarnan að skoða myndir úr eigin öryggismyndavélum til að sjá hvort þar er eitthvað óeðlilegt að sjá.

Minnum ennfremur á að allar tilkynningar um innbrot og ábendingar um vafasamar mannaferðir eiga að berast til strax lögreglunnar í abendingar@lrh.is eða í síma 444-1000 (þjónustuver) Í neyðartilfellum á alltaf að hringja í neyðarlínuna 112 og mikilvægt að vera með sem nákvæmasta lýsingu á stað, stund og lýsingum á fólki og farartækjum. Ef ekkert er tilkynnt þá fer það ekki inn í tölfræði lögreglunnar og hefur því "ekki gerst".

Eins og alltaf þá eru eftirlitsmyndavélar á bæjarmörkum og hafa þær vélar þegar reynst vel. Lögreglan hefur fullan aðgang að myndavélunum og nýtir þær eftir þörfum - mál hafa verið upplýst vegna mynda úr þessum vélum. Lögreglubílar keyra eftir ákveðinni áætlun á þeirra vegum um Seltjarnarnesið á hverjum degi. Hvetjum íbúa einnig eindregið til að vera vel vakandi í sínu nærumhverfi og að fylgjast með húsum og bílum nágranna sinna.

Nágrannavarslan er gott forvarnartæki. Mikilvægt er að ganga vel frá húsum þegar þau eru mannlaus, læsa þeim alltaf þótt farið sé frá í stuttan tíma. Það sama gildir um bíla, læsa þeim alltaf þegar þeir standa tómir.

Gott er að hafa eftirfarandi ábendingar í huga:
• Loka gluggum, krækja þá aftur
• Hafa einhver ljós kveikt í húsinu
• Hafa kveikt á útvarpi
• Hreyfinema á útiljósum þannig að þau kvikni við umgang
• Loka bakgarði og öðrum stöðum þar sem hægt er að athafna sig úr augsýn
• Ekki hafa neitt sýnilegt í bílum

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?