Fara í efni

Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða

Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2010 var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar nú í morgun.  Gert er ráð fyrir að tekjuafgangur sveitarfélagsins nemi 5,5 milljónum króna.

Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2010 var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar nú í morgun.  Gert er ráð fyrir að tekjuafgangur sveitarfélagsins nemi 5,5 milljónum króna.

Útsvarshlutfallið 12,1%

Samdrætti í tekjum bæjarins verður mætt með hagræðingu í rekstri, án þess að hækka skatta til að mæta lægri tekjum sem og hækkun kostnaðar og launa.  Frekari  hagræðingarkrafa hefur verið gerð á yfirstjórn sveitarfélagsins, sem og stjórnunardeildir stofnana. Með fjárhagsáætluninni er forgangsraðað í þágu velferðar, áhersla er á að standa vörð um velferð íbúanna með þarfir barna og ungmenna í forgrunni. Ákveðið hefur verið að lækka laun stjórnenda bæjarins árið 2010 um 5%.   Bæjarfulltrúar fá ekki greidd nefndarlaun fyrir setu í nefndum bæjarins árið 2010.

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti samhljóða í morgun fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.  Áætlun var unnin sameiginlega með minnihlutanum. Í þeirri vinnu var haft að leiðarljósi að verja grunnþjónustu bæjarfélagsins, s.s. fræðslustarfsemi og félagslega þjónustu.  Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrár hækki sem nemur verðlagshækkunum frá 1. janúar 2010.

Kjarasamningar við flest stéttarfélög eru lausir, en ekki er gert ráð fyrir launahækkunum á næsta ári umfram gildandi samninga.

Starfsfólk Seltjarnarnesbæjar tekur að sér aukin verkefni auk þess sem  áhersla er á enn frekara samstarf milli stofnana og deilda í því skyni að ná sem mestri hagræðingu. Hagrætt verður í viðhaldsverkefnum og forgangsraðað út frá öryggissjónarmiðum og brýnni þörf.

Í fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2010 er tekið mið af þeim áherslum sem fram komu á nýlegum íbúafundi um að standa vörð um skóla- og æskulýðsstarf. Einnig er gert ráð fyrir auknum fjárveitingum vegna lögbundinna skuldbindinga bæjarins um að tryggja félagslegt öryggi íbúa og stuðla að velferð íbúa.

Heildartekjur A og B hluta bæjarsjóðs Seltjarnarnesbæjar á árinu 2010 eru áætlaðar 2.468 mkr. en gjöld án fjármagnsliða áætluð 2.379 mkr.  Rekstrarafgangur án fjármagnliða er áætlaður 89 mkr., fjármagnsliðir er 7 mkr. og því rekstrarniðurstaða samstæðunnar jákvæð um 5,5 mkr.

Útsvarsprósenta verður áfram óbreytt 12,1% og er enn 118 punktum undir leyfilegu hámarksútsvari sem er 13,28%. Útsvarstekjur eru áætlaðar 1.552 mkr. Tekjur af fasteignasköttum eru áætlaðar 190 mkr. þær sömu og árið áður. Álagningahlutfall fasteignaskatts er óbreytt.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?