Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2007 - Vaxtatekjur auka svigrúm til framkvæmda

Fjárhagsáætlun Seltjarnarness fyrir árið 2007 var samþykkt við seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness miðvikudaginn 13. desember síðast liðinn. Í henni kemur meðal annars fram að fjárhagur bæjarsjóðs er í traustum skorðum og hefur farið batnandi ár frá ári.

Fjárhagsáætlun Seltjarnarness fyrir árið 2007 var samþykkt við seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness miðvikudaginn 13. desember síðast liðinn. Í henni kemur meðal annars fram að fjárhagur bæjarsjóðs er í traustum skorðum og hefur farið batnandi ár frá ári.

Áætlaður rekstrarhagnaður A-hluta bæjarsjóðs mun nema um 222 milljónum króna og nemur rekstrarhlutfall aðalsjóðs 82,6% af skatttekjum sem er um 1% hækkun frá fyrra ári. Engin ný lán verða tekin á árinu frekar en undanfarin ár. Langtímaskuldir verða áfram greiddar niður en miðað við veltufé frá rekstri og handbært fé getur Seltjarnarnesbær greitt upp allar sínar skuldir. Ávöxtun handbærs fjár, sem nú nemur um 1.100 milljónum króna, er áætluð um 140 milljónir á árinu. Árangursrík sala á byggingarrétti á Hrólfsskálamel og landi við Bygggarða hefur þannig tryggt bæjarsjóði Seltjarnaness einstaka stöðu meðal bæjarfélaga en vaxtatekjur af þessum fjármunum munu tryggja aukið svigrúm fyrir lífsgæðaverkefni í þágu bæjarbúa á komandi árum.  

Útsvar og fasteignagjöld lægst meðal stærri sveitarfélaga á Íslandi

Útsvar á Seltjarnarnesi er það lægsta á höfuðborgarsvæðinu eða 12,35% en stefna bæjaryfirvalda er að lækka það enn frekar á yfirstandandi kjörtímabili. Álagningarhlutföll fasteignagjalda eru einnig ein þau lægstu á landinu og þjónustugjöldum er sem fyrr stillt mjög í hóf. Þær gjaldskrár þjónustugjalda sem nú hækka um 6% hafa ekki hækkað í tvö síðastliðin ár og nær hækkunin því ekki hækkun verðlags á tímabilinu. Með álagningarstefnu bæjarins lætur nærri að skattgreiðendum á Seltjarnarnesi sé hlíft við á þriðja hundruð milljónum króna árlega í álögum og hverju heimili sparast hundruð þúsunda í opinberum gjöldum samanborið við það sem annarsstaðar gerist á höfuðborgarsvæðinu. 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?