Nýlega fjárfesti framkvæmdasvið Seltjarnarnesbæjar í svokölluðum krókvagni ásamt þremur gámum í ólíkum stærðum frá Jötunvélum á Selfossi
Nýlega fjárfesti framkvæmdasvið Seltjarnarnesbæjar í svokölluðum krókvagni ásamt þremur gámum í ólíkum stærðum frá Jötunvélum á Selfossi.
Mikil hagræðing mun hljótast af búnaðinum, en krókvagninn er með búnaði sem getur flutt gáma af ólíkri stærð og gerðum og gildir einu hverrar tegundar þeir eru.
Vagninn mun auðvelda mönnum störfin við flokkun á jarðvegi svo dæmi sé tekið auk þess sem bærinn þarf ekki lengur að leigja farartæki til þungavigtaflutninga til og frá bænum.