Fara í efni

Félag ábyrgra hundaeigenda

Vakin er athygli á nýju félagi hundaeigenda sem kallast Félag ábyrgra hundaeigenda. 

Vakin er athygli á nýju félagi hundaeigenda sem kallast Félag ábyrgra hundaeigenda. 


Hundaeigendum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og því nauðsynlegt að hvetja hundaeigendur til að vera ábyrga, þrífa upp eftir hundana sína, skrá hundana, fylgja taumskyldu og taka tillit til annarra borgarbúa. En jafnframt þarf að taka tillit til þarfa hundaeigenda sem þurfa að hreyfa hundana sína daglega, en það skortir sárlega hundagerði víða í sveitarfélögunum. 

Í stefnuskjali Félags ábyrgra hundaeigenda kemur fram að tilgangur félagsins er að vera málsvari hundaeigenda og hunda með það að markmiði að stuðla að ábyrgu hundahaldi. Framtíðarsýn og markmið félagsins er: 

  • Að á Íslandi skapist hundamenning í líkingu við það sem fyrirfinnst í nágrannalöndunum
  • Að eiga gott samstarf við sveitarfélög varðandi mál er tengjast hundahaldi
  • Að hundaeigendur sýni ábyrgð í hvívetna
  • Að hundagerði fyrirfinnist í öllum hverfum borgarinnar
  • Að auðvelda hundaeigendum að ferðast með hunda sína
  • Að tekið sé tillit til andlegra og líkamlegra þarfa hunda í stefnumótun yfirvalda varðandi málefni hunda



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?