Fara í efni

Fanney og Aron íþróttafólk Seltjarnarness 2013

Íþróttamaður og kona Seltjarnarness 2013 eru Fanney Hauksdóttir og Aron Du Lee Teitsson.úr Kraftlyftingadeild Gróttu
Fanney Hauksdóttir og Aron Du Lee TeitssonÍþróttamaður og kona Seltjarnarness 2013 eru Fanney Hauksdóttir og Aron Du Lee Teitsson.úr Kraftlyftingadeild Gróttu

Í tilefni kjörs þeirra bauð Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness til móttöku í Félagsheimili Seltjarnarness. Allt frá árinu 1993 hefur Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness valið Íþróttamann Seltjarnarness en frá árinu 1998 hafa bæði Íþróttamaður og íþróttakona verið kjörin.

Fanney Hauksdóttir
  • Fanney sigraði á Íslandsmótinu í bekkpressu í janúar 2013.
  • Hún varð Norðurlandameistari unglinga í febrúar þar sem hún setti Íslandsmet í bekkpressu.
  • Hún sigraði á Íslandsmótinu og setti Íslandsmet í bekkpressu í mars.
  • Fanney keppti á heimsmeistaramóti í bekkpressu sem fram fór í Litháen í maí og vann til bronsverðlauna í sínum þyngdarflokki.
  • Fanney er nú í 21.sæti á heimslista IPF sem er alþjóða kraftlyftingasambandið yfir alla í hennar þyngdarflokki, unglinga og fullorðinna.  Þess má geta að Fanney á 2 ár eftir í unglingaflokki.
  • Fanney hefur einbeitt sér að bekkpressu og hennar besti árangur er 115kg í opinberu móti.  Á árinu keppti hún í 57 og 63kg flokki.
  • Fanney leggur mikinn metnað í æfingarnar sem eru að jafnaði 4-5 daga vikunnar.  Hún er mjög reglusöm og frábær fyrirmynd.
Fanney Hauksdóttir og Aron Du Lee TeitssonAron Du Lee Teitsson
  • Aron sigraði á Íslandsmótinu í bekkpressu í janúar 2013.
  • Hann setti Íslandsmet í bekkpressu og réttstöðulyftu í mars.
  •  Hann setti Íslandsmet í réttstöðulyftu í september.
  • Hann sigraði á Bikarmótinu í nóvember og setti Íslandsmet í öllum þremur greinunum - bekkpressu, réttstöðulyftu og hnébeygju.
  • Aron keppti á heimsmeistaramótinu í klassískum lyftingum (þá er keppt án búnaðar) í Rússlandi í júní og vann til bronsverðlauna í bekkpressu.
  • Aron er nú í 15. sæti á heimslista IPF sem er alþjóða kraftlyftingasambandið í klassískum lyftingum.
  • Besti árangur Arons í bekkpressu er 210kg – hnébeygju 290kg – og réttstöðulyftu 295kg.  Á árinu keppti hann í 83 og 93kg flokki.
  • Aron leggur mikinn metnað í æfingarnar sem eru að jafnaði 6 daga vikunnar.  Hann er mjög reglusamur og frábær fyrirmynd.

Tilnefndir til íþróttamanns og konu 2013Níu einstaklingar voru tilnefndir til íþróttamanns og íþróttakonu Seltjarnarness, auk þess sem veittar voru viðurkenningar fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk, landsliðsfólk sem tók þátt í landsliðsverkefnum í sinni íþróttagrein og einnig voru veittar viðurkenningar fyrir félagsstörf.  

Tilnefnd til Íþróttamanns Seltjarnarness 2013.

Aron Lee Du Teitsson – kraftlyftingar, Björgvin Þór Hólmgeirsson – handknattleikur, Fanney Hauksdóttir – kraftlyftingar, Grétar Dór Sigurðsson – kraftlyftingar, Helga Kristín Einarsdóttir – golf, Íris Björk Símonardóttir – handknattleikur, Kristófer Þór Magnússon – knattspyrna, Viggó Kristjánsson – knattspyrna og Vilhjálmur Geir Hauksson - handknattleikur

Landsliðsfólk á SeltjarnarnesiLandsliðsfólk á Seltjarnarnesi 2013.

Unnur Ómarsdóttir - A-landslið handknattleikur, Árni Benedikt Árnason – U-20 handknattleikur, Ólafur Ægir Ólafsson – U-19 handknattleikur, Eva Björk Davíðsdóttir – U-20 handknattleikur, Elín Jóna Þorsteinsdóttir – U-18 handknattleikur, Aron Dagur Pálsson – U16 handknattleikur, Hjalti Már Hjaltason – U-16 handknattleikur, Þorgeir Bjarki Davíðsson – U-16 handknattleikur, Pétur Steinn Þorsteinsson – U-17 knattspyrna, Arnhildur Anna Árnadóttir – kraftlyftingar, Dominique Belanýi – fimleikar og Nanna Guðmundsdóttir - fimleikar

Ungir og efnilegir íþróttamenn á SeltjarnarnesiEfnilegur íþróttamaður 2013.

Elín Birna Hallgrímsdóttir – fimleikar, Katrín Viktoría Hjartardóttir - fimleikar, Anna Katrín Stefánsdóttir – handknattleikur, Gísli Gunnarsson – handknattleikur, Guðfinna Kristín Björnsdóttir – handknattleikur, Kristján Guðjónsson - handknattleikur, Hildur Sif Hilmarsdóttir – knattspyrna, Kristófer Orri Pétursson – knattspyrna, Sigurður Andri Atlason – knattspyrna, Sofia Elsie Guðmundsdóttir - knattspyrna, Kjartan Óskar Karitasarson – golf og Sindri Már Friðriksson - golf

FélagsmálafrömuðirViðurkenning fyrir félagsstörf 2013.

Lillý Óladóttir og Ísak Arnar Kolbeins

Afreksstyrki fyrir árið 2013 hlutu  Kraftlyftingardeild Gróttu og Fimleikadeild Gróttu fyrir framúrskarandi árangur á árinu 2013.

Fulltrúar fimleikadeildar og kraftlyftingadeildar taka á móti afreksstyrk deildanna

Íslandsmeistarar í kraftlyftingum Bikarmeistarar í fimleikum

Íslandsmeistarar í fimleikum





Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?