Fara í efni

Fækkun tjóna á öryggisdögum Strætó og VÍS

Öryggisdögum Strætó og VÍS er nú formlega lokið, en þeir stóðu yfir í fjórar vikur, frá 3. til 30. nóvember. Markmið átaksins var fyrst og fremst að vekja vegfarendur til umhugsunar um umferðaröryggi en að auki ætluðu strætisvagnabílstjórar að reyna að gera betur í akstri en á sama tímabili í fyrra.

Öryggisdögum Strætó og VÍS er nú formlega lokið, en þeir stóðu yfir í fjórar vikur, frá 3. til 30. nóvember. Markmið átaksins var fyrst og fremst að vekja vegfarendur til umhugsunar um umferðaröryggi en að auki ætluðu strætisvagnabílstjórar að reyna að gera betur í akstri en á sama tímabili í fyrra. Þá urðu níu óhöpp frá á sama tímabili; 3-30. nóvember. Þetta markmið náðist, því á þessu fjögurra vikna tímabili í ár urðu sjö tjón, sem er tveimur færra en á sama tíma í fyrra. Þessi árangur er framar björtustu vonum, hvort tveggja vegna þess að yfirleitt fer tjónum í umferðinni frekar fjölgandi í svartasta skammdeginu og að flest voru tjónin minniháttar óhöpp.

Forvarnastarf Strætó bs. í samvinnu við VÍS hefur skilað mjög góðum árangri og tjónum fækkað um nær helming frá því að samstarfið hófst árið 2006. Það ár voru skráð tjón 304 en hefur síðan fækkað ár frá ári og var tjónafjöldi kominn niður í 157 á árinu 2010, sem þýðir að tjónum hefur fækkað um 48% á tímabilinu. Það sem af er þessu ári virðist tjónum ætla að fækka enn frekar, en nú þegar aðeins einn mánuður er eftir af árinu 2011 eru skráð tjón 72 talsins. Ef heldur fram sem horfir gæti tjónum því fækkað um helming milli áranna 2010 og 2011.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?