Slysavarnadeildin Varðan var stofnuð á Seltjarnarnesi 15. nóvember 1993 og hafa slysavarnir barna verið eitt megin viðfangsefni deildarinnar.
Slysavarnadeildin Varðan var stofnuð á Seltjarnarnesi 15. nóvember 1993 og hafa slysavarnir barna verið eitt megin viðfangsefni deildarinnar. Fylgst er með öryggi barna í bílum, leiðbeint með hjálmanotkun í grunnskólum og gefin endurskinsmerki svo fátt eitt sé talið.
Að þessu sinni heimsóttu konur úr Vörðunni skólann og heilsugæsluna þriðjudaginn 20. september.
Þær gáfu börnunum í Mýrarhúsaskóla endurskinsmerki. Merkin líta út eins og Varðan í Suðurnesi sem er reyndar merki deildarinnar. Öll börn og kennarar í Mýrarhúsaskóla fengu gefins merki.
Einnig var rætt var við börnin um öryggið sem felst í því að nota endurskinsmerki og hjálma. Bent á mikilvægi þess að börnin hvettu þá sem í kringum þau eru til að nota hjálma.
Konurnar í skólanum eru Þóra Einarsdóttir og Þórdís Pétursdóttir
Einnig afhentu konurnar „Nýburagjafir“ á heilsugæslunni. Í pokunum er kynningabréf frá deildinni, bæklingar um öryggi barna á heimilum, endurskinsmerki ásamt sýnishorni af öryggisbúnaði fyrir börn á heimilum eins og t.d. fingravinum til að setja á hurðar og svo stykki til að setja í innstungur. Þessar gjafir eru fyrir nýbura á svæði Heilsugæslu Seltjarnarness ekki bara á Seltjarnarnesi heldur einnig í Vesturbænum.
Á vinstri myndinni eru frá vinstri Þóra Einarsdóttir, Þórdís Pétursdóttir formaður Vörðunnar, Emilía (hún er með ungbarnaeftirlitið) og Kristín Ásgeirsdóttir
Á hægri myndinni eru frá vinstri Þóra Einarsdóttir, Petrea Ingibjörg Jónsdóttir, Emilía (hún er með ungbarnaeftirlitið) og Kristín Ásgeirsdóttir