Fara í efni

Endurnýting jarðefnis á Seltjarnarnesi

Á næstu dögum hefjast framkvæmdir við nýja blokk við Hrólfsskálavör þar sem gert er ráð fyrir að til falli um 17.000 rúmmetrar af möl og grús.
Hrolfsskalamelar

Á næstu dögum hefjast framkvæmdir við nýja blokk við Hrólfsskálamelur þar sem gert er ráð fyrir að til falli um 17.000 rúmmetrar af möl og grús. 

Í stað þess að láta flytja umframefni frá byggingarstað með ærnum tilkostnaði fyrir byggingaraðila hefur Seltjarnarnesbær ákveðið að þiggja nýtanlegan hluta efnis, sem byggingaraðili yrði að fjarlægja, og geyma hluta þess og nýta á næstu misserum á sviði sjóvarnargarða og aðkomuleiða í landi Seltjarnarness. 


Mikil verðmæti felast í jarðefninu en það er nær eingöngu náttúrlegt og stendur saman af klöpp og sjávarkambi Hrólfsskálamela. Efnið verður geymt tímabundið í nágrenni athafnasvæðis við Bygggarða. 

Með þessari fyrirhyggjusemi sparar bærinn milljónir, sem annars færu í kostnað við öflun nýs jarðefnis fyrir framtíðarverkefni bæjarins. Verkefnið er í eigu og umsjón Stólpa ehf. en Verkfræðistofan Ferill ehf. stýrir framkvæmdum.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?