Fara í efni

Endurbygging innsiglingavörðu í Suðurnesi

Mánudaginn 20 febrúar sl. kom saman hópur fólks út við innsiglingavörðu í Suðurnesi í tilefni þess að lokið var við uppbyggingu á vörðunni en Guðmundur Ásgeirsson stóð fyrir endurgerð hennar

Mánudaginn 20 febrúar sl. kom saman hópur fólks út við innsiglingavörðu í Suðurnesi í tilefni þess að lokið var við uppbyggingu á vörðunni en Guðmundur Ásgeirsson stóð fyrir endurgerð hennar og kostaði framkvæmdina. Jafnframt var afhjúpaður skjöldur sem á stendur eftirfarandi:

“Varða eða merki var fyrst reist hér um 1780 til að auðvelda siglingu um Valhnúkasund. Ágangur sjávar og illviðri hafa oftsinnis laskað vörðuna og hún þá verið endurgerð, síðast í atvinnubótavinnu 1930. Varðan eyðilagðist í stórviðri að vetrarlagi 1996. Athafnamaðurinn Guðmundur Ásgeirsson, lengi forráðamaður skipafélagsins NESSKIP h.f., lét endurbyggja vörðuna árið 2011. Hafi hann kæra þökk fyrir lofsvert framtak og ræktarsemi við bæjarfélag sitt.
Bæjarstjórn Seltjarnarness„

Við sama tilefni var Guðmundi Ásgeirssyni veitt viðurkenningarskjal frá Umhverfisnefnd Seltjarnarness þar sem honum er þakkað frábært framtak og ræktarsemi við bæjarfélag sitt.

Innsiglingavarða í Suðurnesi

Talið frá vinstri: Stefán Eiríkur Stefánsson, bæjartæknifræðingur, Jón Ingvar Jónasson, bæjarverkstjóri, Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, Guðmundur Ásgeirsson, Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, Steinunn Árnadóttir, garðyrkjustjóri og Margrét Pálsdóttir formaður Umhverfisnefndar SeltjarnarnessTexti með myndinni (c) 2005 Jón Jónsson

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?