Um er að ræða umfangsmiklar framkvæmdir þar sem bæði umferðarljósabúnaður verður endurnýjaður og gatnamótin sjálf með tilliti til öryggis gangandi og hjólandi vegfarenda.
Nú eru hafnar umfangsmiklar framkvæmdir við endurbætur gatnamótanna við Suðurströnd og Nesveg sem hafa verið í undirbúningi um þónokkurt skeið. Framkvæmdin er tvíþætt:
- Annars vegar er um að ræða endurnýjun umferðarljósabúnaðar
- Hins vegar endurbætur gatnamótanna með sérstöku tilliti til öryggis gangandi og hjólandi vegfarenda sem og fegrunar götunnar.
Það eru Seltjarnarnesbær og Vegagerðin sem eru verkkaupar að framkvæmdinni. VSÓ Ráðgjöf sá um alla hönnun en Loftorka sér um framkvæmdina. Áætluð verklok eru í desember 2021.
Á meðan á framkvæmdunum stendur verða settar upp greinargóðar merkingar og umferð gangandi og akandi verður lítið skert hins vegar hvetjum við alla til að fara varlega og sýna tillitsemi á verkstað. Foreldrar ennfremur hvattir til að upplýsa börn sín. Gangbrautarvarsla verður á morgnanna út allan verktímann.