Fara í efni

Eldri bæjarbúar á Seltjarnarnesi fjölmenna

Um eitthundrað eldri borgarar af Seltjarnarnesinu komu saman í Félagsheimili Seltjarnarness þriðjudaginn 2. september til að fylgjast með kynningu á félags- og tómstundastarfi sem þeim stendur til boða fram að áramótum

Um eitthundrað eldri borgarar af Seltjarnarnesinu komu saman í Félagsheimili Seltjarnarness þriðjudaginn 2. september til að fylgjast með kynningu á félags- og tómstundastarfi sem þeim stendur til boða fram að áramótum. 


Kristín Hannesdóttir , forstöðumaður félagsstarfs aldraðra dreifði bækling með þéttskipaðri dagskrá og sagði frá því helsta. Sr. Bjarni Þór Bjarnason fór yfir starfsemi kirkjunnar og Soffía Karlsdóttir og Kristín Arnþórsdóttir frá menningarsviði Seltjarnarnesbæjar sögðu frá fjölbreytilegri menningardagskrá sem framundan er. Þá ávarpaði Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri hópinn og hvatti alla til að taka þátt í hinu öfluga félagsstarfi sem bærinn býður upp á. 

Kynning á félagsstarfi eldri borgara

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?