Fara í efni

Efnt til opinnar hönnunarsamkeppni um skipulag hafnarsvæðis

Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur að tillögu meirihluta sjálfstæðismanna ákveðið að efnt verði til opinnar hönnunarsamkeppni um skipulag og frágang svæðisins í kringum smábátahöfnina.

Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur að tillögu meirihluta sjálfstæðismanna ákveðið að efnt verði til opinnar hönnunarsamkeppni um skipulag og frágang svæðisins í kringum smábátahöfnina. Ljóst er að hafnarsvæðið gefur ýmsa spennandi möguleika til útivistar og afþreyingar fyrir Seltirninga, til dæmis með stækkun hafnarinnar og fjölgun smábátalægja, aðstöðu fyrir siglingamenn og aðra þá sem leið eiga um útivistarsvæði á Seltjarnarnesi. Einnig hafa ýmsir bent á þann möguleika að koma fyrir ylströnd fyrir bæjarbúa í fjörunni úti fyrir græna svæðinu við Bakkavör og tengja þannig saman þessi tvö skemmtilegu útivistarsvæði.

Stefnt er að því að auglýst verði eftir hugmyndum fyrir lok aprílmánaðar með það fyrir augum að unnt verði að kynna hugmyndir þátttakenda fyrir bæjarbúum síðla sumars


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?