Breyting á deiliskipulagi fyrir íþrótta- og skólasvæði var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar á dögunum. Breytingartillagan hefur farið í gegnum lögformlegt ferli sem grundvallast á skipulags- og byggingarlögum og hefur verið send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
Breyting á deiliskipulagi fyrir íþrótta- og skólasvæði var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar á dögunum. Breytingartillagan hefur farið í gegnum lögformlegt ferli sem grundvallast á skipulags- og byggingarlögum og hefur verið send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
Með samþykktinni verður unnt að hefjast handa við byggingu áhorfendastúku og félags- og búningaaðstöðu við gervigrasvöll Seltirninga.
Fyrirhuguð stúka mun rúma um 300 áhorfendur og í vallarhúsinu er meðal annars gert ráð fyrir 4 búningsklefum, dómaraherbergi, félagsaðstöðu og fleiru. Framkvæmdir við vallarhús og stúku munu hefjast á næstu vikum auk undirbúningsvinnu vegna stækkunar á aðstöðu til fimleikaiðkunar í íþróttamiðstöð.