Birt hefur verið í Stjórnartíðindum auglýsing um gildistöku deiliskipulags Bakkahverfis.
Athygli er vakin á því að hverjum þeim sem telur rétti sínum hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til Úrskurðarnefndar Skipulags- og byggingarmála, sbr. 8.gr. skipulags- og byggingarlaga.
Birt hefur verið í Stjórnartíðindum eftirfarandi auglýsing um gildistöku deiliskipulags Bakkahverfis
Nr. 994/2010 16. desember 2010
AUGLÝSING
um deiliskipulag Bakkahverfis í Seltjarnarneskaupstað.
Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 með síðari breytingum hefur bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar samþykkt deiliskipulag Bakkahverfis á Seltjarnarnesi
Tillaga að deiliskipulagi Bakkahverfis var í kynningu frá 28. september til 28. október 2009 og var samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar hinn 9. júní 2009.
Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn sveitarstjórnar.
Deiliskipulagið var samþykkt að nýju 10. nóvember 2010 með síðari breytingum.
Ofangreint deiliskipulag hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.
Seltjarnarnesi, 16. desember 2010.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri.
B-deild - Útgáfud.: 21. desember 2010
Frekari upplýsingar gefur skipulags- og byggingafulltrúi Seltjarnarnesbæjar Örn Þór Halldórsson, netfang ornthor@seltjarnarnes.is
Hverjum þeim sem telur rétti sínum hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til Úrskurðarnefndar Skipulags- og byggingarmála, sbr. 8. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.