Örn og Metta íþróttakennarar í Grunnskóla Seltjarnarness buðu eldri borgurum á dögunum að koma og horfa á nemendur í 10. bekk sýna dans.
Örn og Metta íþróttakennarar í Grunnskóla Seltjarnarness buðu eldri borgurum á dögunum að koma og horfa á nemendur í 10. bekk sýna dans.
Þá buðu nemendurnir eldri borgurum einnig upp í dans og fékk bæjarstjórinn að sjálfsögðu að taka sporið með knáum pilti.
Að lokum var boðið upp jólalegar veitingar, kaffi og smákökur sem nemendur höfðu sjálfir bakað.