Fara í efni

Dagvist fyrir aldraða á Seltjarnarnesi í sumar

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur veitt Seltjarnarnesbæ rekstarleyfi fyrir fimm dagvistarrýmum frá 1. júlí n.k. Bæjarstjóri sótti um leyfin fyrir hönd bæjarins í desember sl. í framhaldi af skýrslu starfshóps um málefni aldraðra á Seltjarnarnesi er lögð var fyrir bæjarstjórn á haustdögum.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur veitt Seltjarnarnesbæ rekstarleyfi fyrir fimm dagvistarrýmum frá 1. júlí n.k. Bæjarstjóri sótti um leyfin fyrir hönd bæjarins í desember sl. í framhaldi af skýrslu starfshóps um málefni aldraðra á Seltjarnarnesi er lögð var fyrir bæjarstjórn á haustdögum.

Starfssemi dagvistar mun breyta miklu fyrir Seltirninga sem hingað til hafa þurft að sækja dagvist á hina ýmsu staði í Reykjavík. Nú þegar er flest fyrir hendi í húsnæði aldraðra við Skólabraut sem þarf til að koma upp dagvist. Einungis þarf að setja upp hvíldaraðstöðu og ráða starfsfólk til að sinna dagvistinni. Allt annað er til staðar eins og tómstundastarf, mataraðstaða og slíkt.

Æfingar í sundlauginniUndirbúningur að opnun dagvistarinnar er þegar hafinn og er vonast til að hægt verði að taka við fyrstu einstaklingunum fyrir sumarlok.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?