Fara í efni

Dagur eldri borgara á Seltjarnarnesi

Uppstigningardaginn fimmtudaginn 14. maí verður mikið um að vera hjá eldri bæjarbúum á Seltjarnarnesi, en þá verður Dagur eldri borgara haldinn hátíðlegur
Kaffi með öldruðumUppstigningardaginn fimmtudaginn 14. maí verður mikið um að vera hjá eldri bæjarbúum á Seltjarnarnesi, en þá verður Dagur eldri borgara haldinn hátíðlegur. Dagurinn hefst kl. 11 á útvarpsmessu í Seltjarnarneskirkju, sem send verður út beint á Rás 1. Þar syngja sönghópur eldri bæjarbúa, Gömlu meistararnir  ásamt kór Mýrarhúsaskóla, Litlu snillingunum. Þórey Dögg Jónsdóttir frá Ellimálaráði Reykjavíkurprófastdæmis flytur hugvekju og að messu lokinni verða kaffiveitingar í boði safnaðarins.

Klukkan 15:00 opna eldri bæjarbúar handverkssýningu í salnum á Skólabraut 3-5. Sýningin er árviss viðburður í tómstundastarfi eldri bæjarbúa, en þar má sjá muni sem unnir hafa verið á ólíkum námskeiðum í leir og gleri, timburvinnu og bókbandi auk hannyrða handavinnufólks.    

Handavinnusýning eldri borgaraSýningin verður einnig opin föstudag og laugardag frá kl. 14.00 – 17.00. Eins og venjulega verður sölubás á staðnum.
Kaffisala og vöfflur á staðnum.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?