Fara í efni

Dagforeldrar á námskeiði

Dagforeldrar af Seltjarnarnesi sátu í vikunni fræðslunámskeiðið „Heilsuvernd, þroski og heilsufar ungra barna“, ásamt dagforeldrum úr Mosfellsbæ, Garðabæ og af Akranesi.
Dagforeldrar á námskeiðiDagforeldrar af Seltjarnarnesi sátu í vikunni fræðslunámskeiðið „Heilsuvernd, þroski og heilsufar ungra barna“, ásamt dagforeldrum úr Mosfellsbæ, Garðabæ og af Akranesi. Hulda Gestsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri í ung- og smábarnavernd og Guðmundur Karl Sigurðsson heimilislæknir á Heilsugæslustöð Mosfellsumdæmis fjölluðu um heilsuvernd, þroska og heilsufar ungra barna. Á námskeiðinu var sérstaklega fjallað um heilbrigði í umönnun, þroskaframvindu á mismunandi aldursstigum og möguleg veikindi ungra barna og meðhöndlun þeirra.

Þessi sveitarfélög hafa undanfarin ár átt samstarf um fræðslu og uppeldisnámskeið fyrir dagforeldra.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?