Á undanförnum dögum og vikum hafa nemendur í 9. og 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness fengið afhentar Chromebook tölvur til persónulegrar notkunar í skólastarfinu og til notkunar heima fyrir. Um 100 Chromebook tölvur hafa verið afhentar að þessu sinni en til stendur að afhenda fleiri árgöngum slík námsgögn á næstu mánuðum. Í vor óskuðu kennarar í Valhúsaskóla eftir fleiri tölvum og í kjölfarið var sú ákvörðun tekin að fara í innleiðinguna. Chromebook tölvur eru einstaklega hentugar í skólastarfi og eru hannaðar og framleiddar af Google.
Nemendur og kennarar hafa tekið vel í innleiðinguna og opna tölvurnar kennurum leið til að auka þátt upplýsingatækni í námi og kennslu og eru jafnframt gott tæki til að koma betur til móts við ólíkar þarfir nemenda.