Fara í efni

Breytt fyrirkomulag þjónustu Seltjarnarnesbæjar frá 5. október vegna Covid19 t.a.m. bæjarskrifstofu og félagsþjónustu 

Í ljósi samkomubanns og neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 veirunnar er aukin áhersla á samskipti og þjónustu í gegnum síma og með tölvupósti. Húsnæði bæjarskrifstofu og félagsþjónustu verður lokað fyrir utanaðkomandi nema í sérstökum tilvikum. Sjá nánar:

Aukin áhersla á samskipti og þjónustu í gegnum síma og með tölvupósti

Í ljósi neyðarstigs almannavarna og samkomubanns sem gildir frá 5. október vegna COVID-19 veirunnar eru íbúar og aðrir viðskiptavinir sem eiga erindi við stofnanir Seltjarnarnesbæjar hvattir til að senda tölvupóst  eða hringja til að takmarka komur á starfstöðvar. Lögð er áhersla á að tryggja þá starfsemi og þjónustu sem þarf að haldast órofin á öllum stigum viðbragðsáætlunar Seltjarnarnesbæjar.

 

Bæjarskrifstofa, Austurströnd 2 er lokuð fyrir utanaðkomandi nema í alveg sérstökum tilvikum.

·         Símanúmer þjónustuvers Seltjarnarnesbæjar: 59 59 100 

·         Tölvupóstur Seltjarnarnesbæjar: postur@seltjarnarnes.is 

·         Hægt er að skila gögnum og reikningum í gegnum póstlúgu.

 

Skrifstofa Félagsþjónustu / Fjölskyldusviðs er einungis opin fyrir þá sem eiga pantaða pantaða viðtalstíma

·         Bent er á símatíma starfsmanna til að óska eftir viðtali. 

·         Nánari upplýsingar um símatíma: http://www.seltjarnarnes.is/thjonusta/felagsthjonusta

·         Hægt að hafa samband við starfsmenn með tölvupósti.

 

Íbúum og öðrum viðskiptavinum Seltjarnarnesbæjar er bent á eftirfarandi: 

·         Ítarlegar upplýsingar um starfsemi og starfsmenn sveitarfélagsins er að finna á www.seltjarnarnes.is

·         Umsóknir og gögn má einnig nálgast á MÍNAR SÍÐUR: https://innskraning.island.is/?id=minarsidur.seltjarnarnes.is (Opnast í nýjum vafraglugga).

Seltjarnarnesbær á Facebook þar sem settar eru inn allar almennar tilkynningar og upplýsingar fyrir íbúa. https://www.facebook.com/Seltjarnarnesb%C3%A6r-139943012801 (Opnast í nýjum vafraglugga)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?