Á vormánuðum ákvað bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar að bjóða rekstur mötuneytis skólabarna út og var í sumar samið við Skólamat ehf sem nú hefur tekið starfsemina yfir sem og skráningu í mataráskrift, innheimtu og alla umsýslu.
Á vormánuðum ákvað bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar að gera breytingar á rekstri mötuneytis skólabarna og var reksturinn boðinn út. Tilboði Skólamatar ehf. var tekið en fyrirtækið hefur áralanga reynslu af rekstri skólamötuneyta og getið sér gott orð af eldamennsku fyrir börn og ungmenni. Þessi rekstrarbreyting hefur það í för með sér að foreldrar skrá nú börn sín í mataráskrift beint í gegnum heimasíðu Skólamatar https://www.skolamatur.is/ sem jafnframt sér um alla umsýslu og innheimtu án milligöngu skrifstofu bæjarins.
Megin markmið breytinganna var að hagræða í rekstri Seltjarnarnesbæjar en um leið að tryggja að matur skólabarna uppfyllti allar kröfur hvað næringu, fjölbreytni og gæði varðar. Með nýju fyrirkomulagi er t.a.m. ávallt hægt að velja um tvo aðalrétti þ.e. fisk/kjöt eða veganrétt en foreldrar hafa ítrekað kallað eftir slíku framboði. Ennfremur er hægt að kaupa ávaxtaáskrift og nónhressingu fyrir þá sem eru í frístund. Á unglingastigi verður ennfremur hægt að kaupa drykki og matvæli í lausasölu eins og verið hefur.
Verðskrá Skólamatar ehf. er samkvæmt því tilboði sem Seltjarnarnesbær fékk í útboðinu og greiða foreldrar Skólamat ehf beint samkvæmt sinni áskrift. Því verður ekki um að ræða milligöngu eða niðurgreiðslu af hálfu Seltjarnarnesbæjar af mataráskrift grunnskólabarna.
Samanburður á verði skólamáltíðar pr. dag skólaárið 2020-2021 | |||
Tegund | Seltjarnarnesbær | Skólamatur ehf. | Hækkun |
Hádegismatur | 532 kr | 655 kr | 123 kr |
Ávextir | 139 kr | 99 kr | - 40 kr |
Samtals | 671 kr | 754 kr | 83 kr |