Breytingar verða gerðar á akstri Strætó þann 27. febrúar. Strætó mun frá þeim tíma ljúka akstri klukkutíma fyrr öll kvöld og hefja akstur tveimur klukkustundum síðar á laugardögum.
Breytingar voru gerðar á akstri Strætó þann 27. febrúar. Strætó mun frá þeim tíma ljúka akstri klukkutíma fyrr öll kvöld og hefja akstur tveimur klukkustundum síðar á laugardögum. Jafnframt hætta leiðir 2 og 5 að aka á kvöldin og um helgar. Ástæður þessara almennu breytinga er samdráttur á framlögum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til Strætó bs. Auk ofangreindra breytinga verða einnig breytingar á leiðum 16, 18, 19, 28, 35 og 36.
Breytingin á kvöldakstri leiðir til þess að síðasta ferð allra strætisvagna verður klukkustund fyrr en áður. Þetta þýðir að síðasta ferð allra vagna fellur niður að leiðum 1, 3 og 6 undanskildum, en þar falla síðustu tvær ferðir kvöldsins niður. Á laugardögum fer fyrsta ferð allra vagna tveimur klukkustundum síðar af stað en áður.
Helstu breytingar eru:
- Akstur hættir klukkutíma fyrr öll kvöld
- Akstur hefst tveimur klukkustundum síðar á laugardagsmorgnum
- Akstur á leiðum 2 og 5 hættir á kvöldin og um helgar
- Akstri hætt á leiðum 16 og 36
- Þjónusta bætt á leiðum 18, 19, 28 og 35