Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Seltjarnarnesbæ.
Á 136. fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 9. febrúar 2023 og á 960. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 22. febrúar 2023 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suðurstrandar og Hrólfsskálamels vegna Skólabrautar 1. Í deiliskipulagstillögunni er lóðin stækkuð til austurs og byggingarreitur skilgreindur fyrir færanlegar einnar hæðar kennslustofur. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillagan er auglýst frá og með 15. mars 2023 til og með 26. apríl 2023 og verður til sýnis á skrifstofu Skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 1. Einnig má nálgast tillöguna undir Skipulag í kynningu hér á vef Seltjarnarnesbæjar. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna má skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en 26. apríl 2023.
Seltjarnarnesi, 13. mars 2023
Brynjar Þór Jónasson
Skipulagsfulltrúi Seltjarnarnesbæjar