Bragðlaukarnir, félagsskapur eldri karla á Nesinu, voru viðfangsefni fréttastofu Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi, þriðjudaginn 9. apríl.
Bragðlaukarnir, félagsskapur eldri karla á Nesinu, voru viðfangsefni fréttastofu Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi, þriðjudaginn 9. apríl.
Fréttastofan tók nokkra félagsmenn tali, sem sögðu m.a. að stranglega væri bannað að tala um pólitík á þeirra fundum, en þeir hittast að jafnaði sex sinnum á ári, elda saman og gera sér glaðan dag.
Á þessari slóð má sjá frétt Sjónvarpsins en á myndinni eru fréttamennirnir að störfum með Bragðlaukunum, sem að þessu sinni hittust í Fræðasetrinu í Gróttu.