Fara í efni

Bráðgerir nemendur

Á dögunum fór fram vinnustofa um málefni bráðgerra nemenda í Sjálandsskóla í Garðabæ. Þangað var boðið fulltrúum foreldra, kennara, skólastjórnenda og sveitarstjórnarmanna á höfuðborgarsvæðinu til samræðu og skoðanaskipta
Á dögunum fór fram vinnustofa um málefni bráðgerra nemenda í Sjálandsskóla í Garðabæ. Þangað var boðið fulltrúum foreldra, kennara, skólastjórnenda og sveitarstjórnarmanna á höfuðborgarsvæðinu til samræðu og skoðanaskipta. Meðal þess sem fjallað var um var hvernig skilgreinum við bráðgera nemendur, hverjar eru þarfir þeirra og hvað þarf að gera til að mæta þessum hóp nemenda í skólastarfinu varðandi nám og vellíðan. Niðurstöður vinnustofunnar verða notaðar til frekari stefnumótunar og sem grunnur að fræðslu til kennara. Um 60 manns mættu og tóku þátt í vinnunni og margar hugmyndir og tillögur komu fram sem verða skoðaðar frekar og kynntar síðar í sveitarfélögunum innan SSH.

Vinnustofan var skipulögð af starfshópi sem skipaður er fulltrúum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Samstarfshópurinn hefur það verkefni að vinna að fræðslu fyrir grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu og var þetta fyrsti þáttur í nýju verkefni þess hóps. Í farvatninu er frekari stefnumótun um kennslu bráðgerra nemenda og fræðsla fyrir grunnskólakennara á næsta ári. Starfshópurinn er með heimasíðu þar sem hann kynnir viðfangsefni sín og miðlar fræðslu um þau verkefni sem hann hefur staðið að og fræðsluefni sem tengjast þeim, sjá: www.ssh.menntamidja.is

Svala Baldursdóttir og Helga Kristín Gunnarsdóttir
Svala Baldursdóttir og Helga Kristín Gunnarsdóttir voru meðal fulltrúa 
Grunnskóla Seltjarnarness á vinnustofu um málefndi bráðgerra nemenda.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?