Fara í efni

Börn hjálpa börnum

ABC barnahjálp stendur árlega fyrir söfnun þar sem skólabörn safna fyrir nauðstödd börn í öðrum löndum.  Skólinn tekur þátt í söfnuninni með aðstoð 5. bekkinga, því það er öllum hollt að vinna að mannúðarmálum t.d. með því að safna fyrir bágstödd börn.

ABC barnahjálp stendur árlega fyrir söfnun þar sem skólabörn safna fyrir nauðstödd börn í öðrum löndum.  Skólinn tekur þátt í söfnuninni með aðstoð 5. bekkinga, því það er öllum hollt að vinna að mannúðarmálum t.d. með því að safna fyrir bágstödd börn.

Í ár verður söfnunarfénu varið til þess að borga fyrir skólamáltíðir barna í ABC skólum. Safnað verður í febrúarmánuði og vonumst við til þess að vel verði tekið á móti börnunum, þegar þau koma með söfnunarbaukana.

Börn í 5. bekk Grunnskóla Seltjarnarness

Á myndinni má sjá nokkra vaska fimmtubekkinga tilbúna í slaginn, búin að fá merkta söfnunarbauka, endurskinsmerki og bæklinga til að afhenda þeim sem vilja


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?