Fara í efni

Boranir fyrir heitu vatni hafnar

Í gær hófust boranir eftir heitu vatni á nýju svæði á Seltjarnarnesi, en staðsetningin er á Bygggarðslandi, skammt frá hákarlaskúrnum norðan megin á Nesinu.
Hrefna KristmannsdóttirÍ gær hófust boranir eftir heitu vatni á nýju svæði á Seltjarnarnesi, en staðsetningin er á Bygggarðslandi, skammt frá hákarlaskúrnum norðan megin á Nesinu. Undir hádegi í dag, þriðjudaginn 13. maí, var búið að bora á 21 metra dýpi, en gert er ráð fyrir að það taki alls 4-5 daga að ná 140 - 150 metra dýpi sem er sú dýpt sem getur gefið vísbendingu um hvort heitt vatn sé að finna á svæðinu. Um þessar mundir fer fram haugsetning á jarðvegi við Ráðagerðisvör nokkra metra út í sjó, en þar stendur til að bora enn dýpra eftir heitu vatni, þegar niðurstöður úr borholunni á Bygggarðslandi liggur fyrir.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á borstað í morgun þar sem glögglega sést hve krafturinn á vatninu sem kemur upp úr holunni er mikill. Við borholuna stendur Hrefna Kristmannsdóttir ásamt aðstoðarmönnum sínum. 

Hrefna Kristmannsdóttir ásamt aðstoðarmönnum
Borað eftir heitu vatni


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?