Í ljósi tilslakana á samkomubanni sem taka munu gildi þann 4. maí verður unnt að opna Bókasafn Seltjarnarness aftur en þó að teknu tilliti til strangra tilmæla sóttvarnalæknis er varðar fjöldatakmarkanir og sóttvarnir. Sjá nánar:
Í ljósi tilslakana á samkomubanni sem taka munu gildi þann 4. maí verður unnt að opna Bókasafn Seltjarnarness aftur en þó að teknu tilliti til strangra tilmæla Embættis landlæknis og Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra er varðar fjöldatakmarkanir og sóttvarnir. Hér má sjá helstu takmarkanir og ráðstafanir sem gerðar verða:
- Opnunartími safnsins verður hefðbundinn á virkum dögum en fyrst um sinn verður lokað á laugardögum.
- Fjöldatakmörkun á safninu miðast við 50 manns í einu að starfsfólki meðtöldu.
- Virða þarf 2ja metra regluna og hafa viðeigandi ráðstafanir m.a. verið gerðar við afgreiðsluborðið. Viðskiptavinir eru jafnframt beðnir um að virða regluna á öðrum stöðum safnsins.
- Handspritt og einnota hanskar verða við innganga safnsins sem og spritt aðgengilegt víða annars staðar í safninu.
- Á safninu hafa ákveðnar ráðstafanir verið gerðar er varða skil viðskiptavina á bókum og sótthreinsun þeirra áður en þær verða lánaðar út aftur.
- Tímaritadeildin verður lokuð og því ekki hægt að skoða dagblöð eða tímarit á staðnum. Hægt verður að fá tímarit að láni eins og ef um bók væri að ræða.
- Engin leikföng verða í boði í barnadeildinni.
- Takmörkun verður á seturýmum í safninu til að uppfylla fyrirmæli sóttvarnalæknis en þar sem ekki er ætlast til þess að gestir dvelji lengi í einu.
- Ekki verður boðið upp á kaffi.
Lánþegar athugið!
- SKILADAGUR allra bókasafnsgagna hefur verið framlengdur til 14. MAÍ og því engar dagsektir fram að þeim degi.
- Gildistími lánþegaskírteina allra þeirra sem áttu gilt skírteini í Bókasafni Seltjarnarness eftir 23. mars 2020 hefur nú sjálfkrafa verið lengdur um 42 daga til þess að koma á móts við lánþega vegna lokunartíma safnsins.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu og facebook síðu Bókasafns Seltjarnarness.
Nánari upplýsingar um tilslakanir stofnana, safna og menningarhúsa: