Fara í efni

Bókasafn Seltjarnarness gefur bækur til Malaví

Bókasafn Seltjarnarness hefur farið í gegnum enskan bókakost sinn og safnað saman bókum í tvo kassa sem það mun afhenda grunnskóla Seltjarnarness sem sendir þær áfram til Malaví.

Bókasafn Seltjarnarness hefur farið í gegnum enskan bókakost sinn og safnað saman bókum í nokkra kassa sem það mun afhenda grunnskóla Seltjarnarness sem sendir þær áfram til Malaví. 

BækurAð frumkvæði grunnskóla Seltjarnarness stendur nú yfir söfnun á bókum á ensku til að senda til vinaskóla í Malaví, en gott samstarf hefur tekist á með skólum þar undanfarin 13 ár. Á síðustu árum hefur aðstoðinni verið beint að Namazizi skólanum og honum m.a. verið sent ýmis konar skóladót, sem DHL hraðflutingaþjónustu hefur flutt endurgjaldslaust undanfarin 4 ár og mun gera það aftur í ár.

Skólastjórnendur ákváðu að í næstu sendingu yrði lögð áhersla á söfnun bókum á ensku, sem er ríkistungumál Malava, en mikill skortur er á lesefni fyrir börn og fullorðna af öllum toga.

Það er von Bókasafnsins að bækurnar komi að góðum notum og að fleiri leggi þessum góða málstað lið, en hægt er að afhenda bækurnar í Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla í maí. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?