Fara í efni

Bókabúgí á flakki

Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins var í síðustu viku getið um sýningu sem er á Amtsbókasafninu en var upphaflega sett upp á Bókasafni Seltjarnarness.

Í kvöldfréttum Sjónvarpsins var í síðustu viku getið um sýningu sem er á Amtsbókasafninu á Akureyri en hún var upphaflega sett upp á Bókasafni Seltjarnarness. Sýningin var sett upp í tilefni af 125 ára afmæli Bókasafns Seltjarnarness í nóvember 2010. Hún er unnin úr afskrifuðum bókum frá bókasafninu. Í stað þess að henda bókunum var þeim breytt og búin til sýning.

Sýningin var sett upp á Bókasafni Mosfellsbæjar í janúar og fór þaðan á Bókasafn Reykjanesbæjar. Í september fór hún síðan á flakk norður í land og verður á Akureyri til 15. október. Í byrjun nóvember fer hún síðan á Bókasafn Hveragerðis svo segja má að eftir að bækurnar voru afskrifaðar hafi þær gert víðreist.

Til gaman setjum við tengingu fá fréttina hjá Rúv:

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4604097/2011/09/30/21/

 

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?