Fara í efni

Blómlegt leikhússtarf í Norðurpólnum

Mikil gróska er í leikhúslífi á Seltjarnarnesi síðan leikhúsið Norðurpóll var stofnað í janúar 2010 af Arnari Ingvarssyni, Grímu Kristjánsdóttur, Guðjóni Þorsteini Pálmarssyni og Írisi Stefaníu Skúladóttur. Norðurpóllinn er staðsettur að Sefgörðum 3, en þar var áður til húsa plastverksmiðjan Borgarplast.

Norðurpólinn - merkiMikil gróska er í leikhúslífi á Seltjarnarnesi síðan leikhúsið Norðurpóll var stofnað í janúar 2010 af Arnari Ingvarssyni, Grímu Kristjánsdóttur, Guðjóni Þorsteini Pálmarssyni og Írisi Stefaníu Skúladóttur. Norðurpóllinn er staðsettur að Sefgörðum 3, en þar var áður til húsa plastverksmiðjan Borgarplast.  

Mörg hundruð manns hafa lagt leið sína á Norðurpólinn frá opnun hans. Fjöldi leikverka hafa verið sett upp s,s Fjalla-Eyvindur, Réttarhöldin, í uppsetningu Stúdentaleikhússins, Aladdín í uppsetningu Thalíu, leikfélags MS, LoveStar í uppsetningu Herranætur, leikfélags MR og Völundarhúsið verk leikhópsins Á tröppunum.  

Norðurpóll - Sirkus og trúðaskóliFyrir börnin hafa verið sett upp ýmis verk en þessa dagana er verið að sýna Fjársjóðsleit með Ísgerði. Í desember s.l voru Jól á Norðurpólnum með sýningarnar  Grýla og Lápur, Skrápur og jólaskapið. Einnig er boðið upp á sirkus og trúðaskóla í húsakynnum Norðurpólsins.

Fjöldi tónleika hafa einnig verið haldnir í Norðurpólnum og í febrúar verður haldin þar tónlistarhátíðin Bergen-Reykjavík-Nuuk.

Nánari upplýsingar um starfsemi Norðurpólsins er að finna á vefsíðu hans www.nordurpollinn.com

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?