Fara í efni

Blái dagurinn haldinn hátíðlegur 

Grunnskóli Seltjarnarness mun halda bláa daginn hátíðlegan á morgun, miðvikudaginn 2. apríl í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. 
Grunnskóli Seltjarnarness mun halda bláa daginn hátíðlegan á morgun, miðvikudaginn 2. apríl í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Um heim allan er fólk hvatt til að klæðast bláum fötum þennan dag til að vekja athygli á málefninu. Foreldrar og forráðamenn eru því hvattir til að senda börnin sín bláklædd í skólann til að leggja málstaðnum lið.

Allir eru hvattir til að smella mynd af sér og börnunum og setja á netið með skilaboðunum "Við klæðumst bláu til vitundarvakningar um málefni barna með einhverfu". Ef myndirnar eru settar inn á Instagram er upplagt að merkja þær #blar2april og #einhverfa. Þannig má taka þátt í að breiða út boðskapinn og vekja athygli á þessu góða málefni sem snertir svo marga.

Nánari upplýsingar um einhverfu er að finna á einhverfa.is og greining.is. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?