Fara í efni

Barnaspítali Hringsins fær listaverka- og peningagjöf

Í gær afhenti listamaðurinn Aleksandra Babik vökudeild Barnaspítala Hringsins myndarlega málverkagjöf ásamt 100.000 króna peningagjöf.
Í gær afhenti listamaðurinn Aleksandra Babik vökudeild Barnaspítala Hringsins myndarlega málverkagjöf ásamt 100.000 króna peningagjöf. Aleksandra hélt nýlega sýningu á verkum sínum í Eiðisskeri, sýningarsal Bókasafns Seltjarnarness, þar sem öll verkin hennar seldust upp. 

Verk Aleksöndru eru einstaklega lífleg og litrík og málverkagjöfin því einkar kærkomin í oft viðkvæmum vistarverkum vökudeildar, þar sem henni hefur þegar verið fundinn staður. Með peningaframlaginu vildi Aleksandra þakka Bókasafni Seltjarnarness fyrir samstarfið, en sýningarsalinn fékk hún endurgjaldslaust og vildi láta andvirði leigunnar renna til spítalans. 

Jóhanna Guðbjörnsdóttir, Maqrgrét Thorlacius, Soffía Karlsdóttir og Aleksandra Babik
Á myndinni má sjá fulltrúa Barnaspítalans þær Jóhönnu Guðbjörnsdóttur, aðstoðarmann framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs og Margréti Thorlacius deildarstjóra vökudeildar -nýburagjörgæslu t.v., sem veittu gjöfinni viðtöku, Soffíu Karlsdóttur sviðsstjóra menningar- og samskiptasviðs Seltjarnarness og listamannin og gefandann Aleksöndru Babik, sem stendur lengst til hægri, en í miðið er verkið sem Aleksandra gaf.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?