Fara í efni

Bættur hagur foreldra á Seltjarnarnesi

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt viðamiklar breytingar á styrkjum, eða svokölluðum heimgreiðslum, til foreldra barna sem ekki hafa náð leikskólaaldri. Samkvæmt samþykktinni, er tekur gildi um áramót, mun bærinn greiða foreldrum styrk frá því foreldraorlofi lýkur. Heimgreiðslurnar eru skattfrjálsar samkvæmt lagabreytingum frá sl. áramótum.

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt viðamiklar breytingar á styrkjum, eða svokölluðum heimgreiðslum, til foreldra barna sem ekki hafa náð leikskólaaldri. Samkvæmt samþykktinni, er tekur gildi um áramót, mun bærinn greiða foreldrum styrk frá því foreldraorlofi lýkur til 2ja ára aldurs eða þar til barnið hefur dvöl í leikskólum Seltjarnarnesbæjar.

Heimgreiðslurnar eru skattfrjálsar samkvæmt lagabreytingum frá sl. áramótum. Sambúðarfólk mun þannig fá greitt frá 9 mánaða aldri barns og einstæðir foreldrar frá 6 mánaða aldri barns.

Með fyrirkomulaginu er umsýsla bæjarins vegna ungra barna einfölduð til muna meðal annars vegna þess að beinar greiðslur til dagforeldra verða afnumdar.

Með þessu móti er Seltjarnarnesbær að leggja áherslu á gildi jafnréttis og auka á sveigjanleika í stjórnsýslu og þjónustu við bæjarbúa. Þá ættu heimgreiðslur að stuðla að jafnari stöðu foreldra og munu vonandi auðvelda þeim að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskólavistar.

Foreldrar geta ráðstafað heimgreiðslunum að vild, svo sem verið heima með börnunum, keypt þjónustu dagforeldra, leitað aðstoðar skyldmenna eða annað sem hentar. Við ákvörðun um heimgreiðslur var tekið mið af þeim greiðslum sem nú eru inntar af hendi hjá Seltjarnarnesbæ vegna barna hjá dagforeldrum og í einkareknum leikskólum.

Greiðslurnar taka tillit til hjúskaparstöðu foreldra, foreldra í námi og systkina. Nánari upplýsingar um fjárhæðir og reglur má finna á slóðinni /stjornsysla/samthykktir//nr/3655.

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?