Fara í efni

Bæjarstjóri og félagsmálastjóri kynna stöðu framkvæmda á byggingu Hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi

Haldnir voru fundir með íbúum á Skólabraut 3-5 og Eiðismýri 30 þriðjudaginn 15. febrúar sl. þar sem bæjarstjóri, fjármálastjóri og félagsmálastjóri bæjarins fóru yfir næstu skref við byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi.

Haldnir voru fundir með íbúum á Skólabraut 3-5 og Eiðismýri 30 þriðjudaginn 15. febrúar sl. þar sem bæjarstjóri, fjármálastjóri og félagsmálastjóri bæjarins fóru yfir næstu skref við byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi. Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri, sagði frá þeirri þjónustu sem yrði innan veggja heimilisins og samnýtingu á húsnæði við Skólabraut 3-5.

Hjúkrunarrými eru ætluð öldruðum sem ekki geta dvalist heima né í öðrum sérhæfðum úrræðum. Á heimilinu er veitt hjúkrunarþjónusta, læknisþjónusta og endurhæfing.

Hjúkrunarheimilið er fyrir 30 íbúa en einnig er gert ráð fyrir dagvist aldraðra fyrir 15 manns. Miðstöð heimaþjónustu og heimahjúkrunar verður staðsett á heimlinu. Einnig verður boðið upp á tómstundastarf á heimilinu.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?