Fara í efni

Bæjarstjóri heiðrar Elísabetu fyrir frumkvöðlastarf

Elsabet Jónsdóttir átti frumkvæði að því ásamt séra Braga Skúlasyni, Ólafi Egilssyni og félagsmálastjóra bæjarins að boða til fundar með eldri mönnum á Seltjarnarnesi

Elísabet Jónsdóttir átti frumkvæði að því ásamt séra Braga Skúlasyni, Ólafi Egilssyni og félagsmálastjóra bæjarins að boða til fundar með eldri mönnum á Seltjarnarnesi og heyra hvar áhugi þeirra lægi varðandi félagslega samveru og tómstundir. Var öllum körlum 67 ára og eldri sent fundarboð á sínum tíma og í framhaldi af því fundað með þeim í safnaðarheimili kirkjunnar. 


Á fundinum var lagt á ráðin með frekari viðfangsefni eftir að hafa heyrt hugmyndir fundargesta og út frá þessum fundi urðu til nokkrir hópar karla. Einn þeirra hittist í kaffi í safnaðarheimilinu tvisvar viku, annar hópur hefur fengist við ýmis konar smíðar í smíðastofu Valhúsaskóla, sem Haukur Björnsson stýrir og þriðji hópurinn er matarklúbbur og hittist sex sinnum á ári og eldar saman. 

Þetta frumkvæði Elísabetar blés lífi í félagsstarf eldri manna en þeir hafa ekki verið eins duglegir og konur á þeirra aldri að sækja það félagsstarf sem í boði er á vegum bæjarins. Af gefnu tilefni afhenti Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Elísabetu blómvönd fyrir dugnað og ósérhlífni í þessu skemmtilega verkefni í kaffisamsæti karlanna í kirkjunni nú fyrir stuttu.

Jón Jónsson, Bjarni Þór Bjarnason, Stefán Olgeirsson; Ægir Ólason, Elísabet Jónsdóttir, Viðar Hjartarson Stefán Bergmann og Ólafur Egilsson
Talið frá vinstri:  Jón Jónsson, Bjarni Þór Bjarnason, Stefán Olgeirsson; Ægir Ólason, Elísabet Jónsdóttir, Viðar Hjartarson Stefán Bergmann og Ólafur Egilsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?