Vegleg bæjarhátíð verður haldin á Seltjarnarnesi dagana 29. - 31. ágúst. Hátíðin hefst með opnun á sýningu Haraldar Sigmundssonar, Rembingur, í Eiðisskeri, sýningarsalnum inn af Bókasafninu, fimmtudaginn 29. ágúst kl. 17. Allir eru boðnir velkomnir.
Vegleg bæjarhátíð verður haldin á Seltjarnarnesi dagana 29. - 31. ágúst.
Hátíðin hefst með opnun á sýningu Haraldar Sigmundssonar, Rembingur, í Eiðisskeri, sýningarsalnum inn af Bókasafninu, fimmtudaginn 29. ágúst kl. 17. Allir eru boðnir velkomnir.
Á föstudagskvöldið er tilvalið til að skella sér í sund með fjölskylduna. Frítt er í laugina og mun fjöldi tónlistarmanna koma fram, m.a. fulltrúar hljómsveitarinnar Í svörtum fötum og DJ. Börnum býðst að fara frítt í vatnabolta sem hafa verið að slá í gegn í sumar, en opið verður í laugina til kl. 22.
Á laugardeginum safnast iðkendur Gróttu saman á útivellinum og leika listir sínar og fagna sumarlokum. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og fleira undir lok dagskrárinnar, sem stendur frá kl. 10-14.
Um kvöldið verður stórdansleikur í Íþróttahúsinu þar sem hljómsveitin Í svörtum fötum treður upp, en hún er þekkt fyrir frábæra danstónlist. Húsið opnar kl. 23, en forsala miða er í Íslandsbanka og er um að gera að tryggja sér miða í tíma.
Til að þétta bæjarbraginn hefur bænum verið skipt upp í hverfi sem bæjarbúar eru hvattir til að skreyta með sínum einkennislitum. Búið er að dreifa miðum á hvert heimili þannig að allir ættu að hafa vissu um hvaða lit þeir tilheyra. Þeim sem best tekst til í skreytingum verða veit verðlaun á dansleiknum.
Bæjarbúar er hvattir til að taka þátt í hátíðarhöldunum, treysta böndin og skemmta sér.