Fara í efni

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri lætur af störfum

Eftir 13 ára starf sem bæjarstjóri og samtals 20 ár í bæjarstjórn var síðasti starfsdagurinn í gær 31. maí 2022.
Ásgerður lauk sínum síðasta degi sem bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar í gær þriðjudaginn 31. maí eftir 20 ára starf í bæjarstjórn, þar af í 13 ár sem bæjarstjóri. Ný bæjarstjórn tekur nú við og fær nýr bæjarstjóri lyklavöldin á næstu dögum og sest við bæjarstjóraskrifborðið þar sem Ásgerður hefur áorkað svo ótrúlega mörgu í þágu bæjarfélagsins.

Ásgerði eru færðar hugheilar þakkir fyrir óeigingjarnt starf á bæjarstjóra- og stjórnarferli sínum og óskað velfarnaðar í framtíðinni. Hún var að sjálfsögðu kvödd með blómum og góðum gjöfum af samstarfsfólki sínu.




Tveir fyrrum bæjarstjórar saman á mynd - Ásgerður og Sigurgeir

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?